Aðstoða fótbrotinn mann

Björg­un­ar­sveit­ir Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar hafa verið kallaðar út til aðstoðar er­lend­um ferðamanna í Reykja­dal á Hell­is­heiði. Sá hringdi inn til Neyðarlínu og óskaði eft­ir aðstoð, tel­ur sig fót­brot­inn.

Björg­un­ar­sveit­ir frá Þor­láks­höfn, Hvera­gerði og Sel­fossi eru á leið á staðinn en reyn­ist ástand hans rétt þarf að bera viðkom­andi langa leið, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Lands­björgu. Til þess þarf á bil­inu 10 - 20 björg­un­ar­sveit­ar­menn enda aðstæður þannig að hált er á svæðinu. 


Um helg­ina hef­ur verið tölu­vert um að björg­un­ar­sveit­ir hafi farið til aðstoðar ferðalöng­um sem fest hafa bíla sína. Slíkt gerðist á Víðidals­heiði, við Eyr­ar­bakka, í Sauðhúsa­skógi og víðar. Vill Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg beina því til ferðalanga að nú fer sú tíð í hönd að veður eru rysj­ótt og því er nauðsyn­legt að und­ir­búa sig vel og vera vel út­bú­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert