Ganga langt í forræðishyggju

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands.
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Karl Sig­ur­björns­son, bisk­up Íslands, seg­ir Reykja­vík­ur­borg ganga ansi langt í for­ræðis­hyggju með því að banna bæna­hald í skóla­starfi leik- og grunn­skóla­barna. Hann sagði þetta í pré­dik­un í Hall­gríms­kirkju í dag.

„Hið póli­tíska vald er að seil­ast býsna langt í for­ræðis­hyggju og inn í sjálf­an helgi­dóm­inn. Má ekki leng­ur benda börn­un­um á að þessa hátíð gef­ur okk­ur guð, guð hann gef­ur all­an lífs­fögnuð,“ sagði bisk­up.

„Þess­ir til­b­urðir hér í Reykja­vík minna óhugn­an­lega á Sov­étið sál­uga. Í merkri bók – Glím­an við guð – fjall­ar Árni Berg­mann rit­höf­und­ur um til­b­urði þar aust­ur frá til að af­nema trúna. Og hann seg­ir litla sögu; Lít­ill rúss­nesk­ur pilt­ur á Sov­ét­tíma hafði spurt föður sinn um guð, kannski hafði amma hans minnst eitt­hvað á hann, faðir­inn út­skýrði það fyr­ir syni sín­um að guð gæti ekki verið til. Og þá spurði dreng­ur­inn hugsi; „Já en pabbi, veit guð að við trú­um ekki á hann?“ Sem bet­ur fer eru þær marg­ar mæðurn­ar og ömm­urn­ar, feðurn­ir og af­arn­ir, sem gæta vel þess upp­eld­is­hlut­verks síns og köll­un­ar, miklu fleiri en okk­ur grun­ar, og guði sé lof fyr­ir þau öll. Og það er von mín og bæn, að þau gæti þess að fara með börn sín í kirkju nú um aðventu og jól og að segja börn­un­um sög­una af Jesú.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka