Ganga langt í forræðishyggju

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands.
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir Reykjavíkurborg ganga ansi langt í forræðishyggju með því að banna bænahald í skólastarfi leik- og grunnskólabarna. Hann sagði þetta í prédikun í Hallgrímskirkju í dag.

„Hið pólitíska vald er að seilast býsna langt í forræðishyggju og inn í sjálfan helgidóminn. Má ekki lengur benda börnunum á að þessa hátíð gefur okkur guð, guð hann gefur allan lífsfögnuð,“ sagði biskup.

„Þessir tilburðir hér í Reykjavík minna óhugnanlega á Sovétið sáluga. Í merkri bók – Glíman við guð – fjallar Árni Bergmann rithöfundur um tilburði þar austur frá til að afnema trúna. Og hann segir litla sögu; Lítill rússneskur piltur á Sovéttíma hafði spurt föður sinn um guð, kannski hafði amma hans minnst eitthvað á hann, faðirinn útskýrði það fyrir syni sínum að guð gæti ekki verið til. Og þá spurði drengurinn hugsi; „Já en pabbi, veit guð að við trúum ekki á hann?“ Sem betur fer eru þær margar mæðurnar og ömmurnar, feðurnir og afarnir, sem gæta vel þess uppeldishlutverks síns og köllunar, miklu fleiri en okkur grunar, og guði sé lof fyrir þau öll. Og það er von mín og bæn, að þau gæti þess að fara með börn sín í kirkju nú um aðventu og jól og að segja börnunum söguna af Jesú.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert