Huang gagnrýnir Vesturlönd

Huang Nubo ætlaði að kaupa Grímsstaði á Fjöllum.
Huang Nubo ætlaði að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Kín­verski kaup­sýslumaður­inn Huang Nubo gagn­rýn­ir ís­lensk stjórn­völd í viðtali við kín­verska fjöl­miðla. Hann seg­ir ákvörðun­ina að neita sér að kaupa jörð á Íslandi end­ur­spegla þá for­dóma sem kín­versk­ir fjár­fest­ar mæti er­lend­is.

„Þessi ákvörðun end­ur­spegl­ar það rang­læti og þá þröng­sýni sem kín­versk­ir fjár­fest­ar mæta er­lend­is,“ sagði Huang í sam­tali við China Daily. Hann sagði að á sama tíma og Vest­ur­lönd hvettu Kín­verja til að opna markað sinn lokuðu þau á fjár­fest­ingu Kín­verja.

Huang hvet­ur kín­verska fjár­festa til að reyna að skilja póli­tískt ástand í lönd­um þar sem þeir hyggj­ast fjár­festa til átta sig á þeirri áhættu sem kunni að fylgja fjár­fest­ing­unni.

Huang seg­ir að ástæða þess að hann hafi viljað fjár­festa á Íslandi hafi verið sú að hann hafi hrif­ist af feg­urð lands­ins auk þess sem hann hafi lengi haft tengsl við íbúa þess.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka