Huang gagnrýnir Vesturlönd

Huang Nubo ætlaði að kaupa Grímsstaði á Fjöllum.
Huang Nubo ætlaði að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Kínverski kaupsýslumaðurinn Huang Nubo gagnrýnir íslensk stjórnvöld í viðtali við kínverska fjölmiðla. Hann segir ákvörðunina að neita sér að kaupa jörð á Íslandi endurspegla þá fordóma sem kínverskir fjárfestar mæti erlendis.

„Þessi ákvörðun endurspeglar það ranglæti og þá þröngsýni sem kínverskir fjárfestar mæta erlendis,“ sagði Huang í samtali við China Daily. Hann sagði að á sama tíma og Vesturlönd hvettu Kínverja til að opna markað sinn lokuðu þau á fjárfestingu Kínverja.

Huang hvetur kínverska fjárfesta til að reyna að skilja pólitískt ástand í löndum þar sem þeir hyggjast fjárfesta til átta sig á þeirri áhættu sem kunni að fylgja fjárfestingunni.

Huang segir að ástæða þess að hann hafi viljað fjárfesta á Íslandi hafi verið sú að hann hafi hrifist af fegurð landsins auk þess sem hann hafi lengi haft tengsl við íbúa þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka