Hugmyndir sem ræða má

Löndun í Bolungarvík. Hugmyndir sjávarútvegsráðherra í kvótamálum fá misjafnar undirtektir.
Löndun í Bolungarvík. Hugmyndir sjávarútvegsráðherra í kvótamálum fá misjafnar undirtektir. Helgi Bjarnason

„Þau plögg sem kynnt hafa verið eru alveg umræðugrundvöllur. Menn ættu nú að geta unnið sig áfram við þær breytingar á fiskveiðilöggjöfinni sem boðaðar hafa verið. Það er brýnt að eyða óvissu,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.

Drög sjávarútvegsráðherra að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða fá misjafnar undirtektir. Hörðust er andstaðan frá forsætisráðherra sem í hádegisfréttum Útvarps sagði hugmyndirnar ekki í anda stefnu stjórnarflokkanna. Yrðu þær ekki að stjórnarfrumvarpi og hefur ráðherrum - öðrum en sjávarútvegsráðherra - verið falið að vinna málið áfram.

Örn Pálsson segir að ýmsar af hugmyndum sjávarútvegsráðherrans séu í anda þess sem endurskoðunarnefndin lagði til sl. vor. Þá var ákveðið að leggja fram frumvarp sem byggðist ekki á þeim, sem dagaði uppi á þinginu vegna ósættis.

„Lagt er til að samningur verði gerður um afnot af auðlindinni til tuttugu ára sem svo megi framlengja í fimmtán ára og hætt við bann við veðsetningu samningsins sem ég tel vera mjög stórt atriði. Við getum alveg skoðað þetta. Þá er lagt til að verði aflaheimildir auknar njóti núverandi kvótahafar þess að fullu upp að 202 þúsund tonna heildarafla en ekki 160 þúsund tonnum eins og áður var lagt til. Þetta er til bóta,“ segir Örn sem bætir við að fyrir hönd sinna umbjóðenda hefði hann viljað frjálst framsal aflaheimilda og að ekki verði hróflað við banni á færslu veiðiheimilda úr krókaaflamarki í aflamark og að línuívilnun næði til allra línubáta og byggðakvóti yrði í formi ívilnunar," segir Örn sem telur málið nú hins vegar í óvissu. Sá ráðherra sem fari með sjávarútvegsmálin virðist ekki mega sýna spilin og hvaða hugmyndir séu í skoðun og það sé miður.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert