Segir sig úr Samfylkingunni

Benedikt Sigurðarson
Benedikt Sigurðarson mbl.is

Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri á Akureyri, hefur sagt sig úr Samfylkingunni. Ástæðan er m.a. óánægja með að Samfylkingin skuli ekki hafa tekið á vanda þeirra sem eru með verðtryggð lán.

Benedikt hefur tekið virkan þátt í störfum Samfylkingar síðustu ár. Hann bauð sig fram í fyrsta sæti í Norðuraustur-kjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2007, en náði ekki kosningu í prófkjöri.

„Það er bókstaflega ömurlegt að verða vitni að því að stjórnmálaflokkur sem kallar sig Samfylkingu jafnaðarmanna skuli hafa gengið í lið með endurreisn þess fjármálakerfis sem reyndist bókstaflega eitrað -  siðlaust og eyðileggjandi - - með því að endurreisa bankana óbreytta  og færa þá í hendur andlitslausra kröfuhafa.  

Ömurlegast þó að ríkisstjórn jafnaðarmanna og sósíalista þverskallast við öllum bænum og áskorunum varðandi það að leiðrétta stökkbreytt verðtryggð lán - - og vinda ofan af óraunsæjum ávöxtunarkröfum fjármálakerfisins - - gera með því áhættufíkna lífeyrissjóðafursta að sérstökum dekurkálfum sínum,“ segir Benedikt í bréfi sem hann skrifaði formanni Samfylkingar og hann birtir á heimasíðu sinni.

Bréf Benedikts

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert