Þetta er ekki stjórnarfrumvarp

Jóhanna Sigurðardóttir á forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir á forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir að drög að frum­varpi sem Jón Bjarna­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra kynnti í gær um breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu verði ekki lögð fram sem stjórn­ar­frum­varp. Hún gagn­rýn­ir fram­göngu ráðherr­ans harðlega.

Þetta kom fram í viðtali RÚV við Jó­hönnu í há­deg­is­frétt­um. Jó­hanna seg­ir að Jón hafi haldið rík­is­stjórn­inni utan við málið.

„Þetta vinnu­skjal eða drög að frum­varpi er al­farið á ábyrgð Jóns Bjarna­son­ar," seg­ir Jó­hanna í sam­tali við RÚV. „Jón hef­ur haldið allri rík­is­stjórn­inni og þing­flokk­un­um utan við þessa vinnu þrátt fyr­ir ít­rekaðar ósk­ir okk­ar um að koma að þessu máli og hunsað aðkomu annarra úr stjórn­ar­liðinu að þessu verki. Þetta eru auðvitað vinnu­brögð sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sem eru al­gjör­lega óá­sætt­an­leg og ekki boðleg í sam­skipt­um flokk­anna."

Jó­hanna seg­ir að Jón hafi fyrst kynnt þessi vinnu­skjöl á rík­is­stjórn­ar­fundi sl. þriðju­dag. Ráðherr­ann hafi þó haldið mál­inu al­farið hjá sér í þrjá mánuði og ekk­ert gert með ít­rekaðar ósk­ir stjórn­ar­inn­ar um að fá að koma að mál­inu. Á rík­is­stjórn­ar­fundi á föstu­dag hafi verið ákveðið að skipa ráðherra­nefnd til að fara með málið.

„Nú þegar hann kynn­ir loks­ins rík­is­stjórn­inni þetta á þriðju­dag­inn sýn­ist mér að ráðherr­ann sé kom­inn ansi fjarri stefnu flokk­anna í sjáv­ar­út­vegs­mál­um og ljóst að þetta frum­varp óbreytt verður aldrei lagt fram sem stjórn­ar­frum­varp,“ seg­ir Jó­hanna.

Frétt RÚV

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka