Tillaga um friðun Vífilsstaða

Vífilsstaðir
Vífilsstaðir mbl.is/Þorkell

Pétur H. Ármannsson arkitekt hefur lagt til við Húsafriðunarnefnd að hún beiti sér fyrir friðun heilsuhælisins á Vífilsstöðum, sem reist var á árunum 1908-10.

Hann telur auk þess vert að friða fleiri byggingar á Vífilsstöðum. Húsafriðunarnefnd er nú með þessa tillögu til athugunar og ráðgerir að skoða á næstunni mannvirkin á Vífilsstöðum.

Húsafriðunarnefnd bókaði á fundi nefndarinnar í vor að ástand húsa á Vífilsstöðum væri slæmt, m.a. væri ástandið á yfirlæknisbústaðnum sem Guðjón Samúelsson teiknaði árið 1920 slæmt.

Landspítalinn hefur síðustu ár nýtt Vífilsstaðaspítala, en hann hefur hins vegar nú hætt allri starfsemi þar. Sjúklingar á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ fluttu nýverið á Vífilsstaði, en sú nýting er einungis tímabundin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert