Vill endurskoðun laga um landakaup

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Eyþór

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir alþingismaður hyggst á morgun leggja fram á Alþingi tillögu um að Alþingi feli ríkisstjórn að láta endurskoða lög er varðar kaup á landi. Mál þetta kemur í framhaldi af synjun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á ósk Kínverjans Huang um kaup Grímsstaði á Fjöllum.

Markmiðið með endurskoðuninni er, að sögn þingmannsins, m.a. að koma í veg fyrir uppkaup erlendra aðila, sem ekki hafa hér lögheimili eða fasta búsetu, á landi. Endurskoðun laganna á jafnframt að huga að þáttum eins og landstærð, nýtingu landgæða og fjölda landareigna sem almennt sé heimilt að verði á hendi eins og sama aðila. Í því samhengi er ítrekuð nauðsyn þess að horfa til umhverfissjónarmiða, ákvæða um almannarétt og opinbers eignarhalds á auðlindum.

Þingmálinu fylgir greinargerð þar sem m.a. er rakin saga lagasetningar hérlendis í þessum efnum. Í greinargerðinni er m.a. sýnt fram á hvernig Ísland hefur gengið lengra í því að opna fyrir landsölu til erlendra aðila en EES-samningurinn knýr á um. Í því samhengi er bent á að t.d. bæði Noregur og Danmörk setja mun skýrari reglur í þessum efnum.

Jafnframt er bent á hversu veik auðlindalöggjöfin er hérlendis þar sem auðlindir eins og t.d. grunnvatn eru sjálfkrafa einkaeign landeiganda. Er varað við því enda enda sé grundvallaratriði til framtíðar og í þágu komandi kynslóða að koma í veg fyrir að einstaka auðmenn eða alþjóðlegir auðhringir kaupi upp landið í stórum stíl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert