„Ég á enn eftir að fá útskýringar ráðherra en hann hefur verið boðaður á þingflokksfund. Svo á einnig eftir að sjá hvort óháð mat lögfræðinga verði gert á þessari niðurstöðu áður en lengra er haldið“, segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, en hann var einn þeirra sem gagnrýndu Ögmund Jónasson harðlega þegar hann synjaði beiðni Nubos um að kaupa Grímsstaði á fjöllum.