Hætt við hækkun kolefnisgjalds

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra lýsti því yfir á fundi í dag með Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins og full­trú­um helstu fyr­ir­tækja sem ætlað er að greiða kol­efn­is­gjald, að hann myndi leggja til hliðar áform um breikk­un stofns kol­efn­is­gjalds sem finna má í frum­varpi til laga um ráðstaf­an­ir í rík­is­fjár­mál­um.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og full­trú­ar helstu fyr­ir­tækja sem ætlað var að greiða kol­efn­is­gjald af föstu kol­efni áttu í dag fund með fjár­málaráðherra og full­trú­um iðnaðarráðuneyt­is­ins og um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins.

Fjár­málaráðherra lýsti yfir því að hann myndi leggja til hliðar áform um breikk­un stofns kol­efn­is­gjalds sem finna má í frum­varpi til laga um ráðstaf­an­ir í rík­is­fjár­mál­um. Hann ít­rekaði einnig fyr­ir­heit um að tryggja sam­keppn­is­stöðu fyr­ir­tækja sem reka starf­semi sína hér á landi gagn­vart er­lend­um sam­keppn­isaðilum. Einnig leggja stjórn­völd áherslu á að tryggja að for­send­ur þeirra fjár­fest­inga­verk­efna sem unnið hef­ur verið að rask­ist ekki.

Á fund­in­um var ákveðið að aðilar myndu í fram­hald­inu eiga sam­ráð um inn­leiðingu evr­ópska viðskipta­kerf­is­ins með los­un­ar­heim­ild­ir (ETS) og önn­ur skatta­mál þeim tengd.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert