Fréttaskýring: Miðað við samninga til 20 ára

Unnið hefur verið að gerð frumvarpsins undanfarið í vinnuhópi.
Unnið hefur verið að gerð frumvarpsins undanfarið í vinnuhópi. mbl.is/RAX

Ekki er sér­stak­lega fjallað um veðsetn­ingu afla­heim­ilda í vinnu­skjali sem sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hef­ur kynnt í rík­is­stjórn og hef­ur að geyma frum­varp til breyt­inga á nú­gild­andi lög­um um stjórn fisk­veiða. Miðað er við samn­inga við nú­ver­andi afla­marks­hafa til 20 ára og ákvæði eru um há­mark afla­marks í ein­stök­um fisk­teg­und­um. Unnið hef­ur verið að gerð frum­varps­ins und­an­farið í vinnu­hópi og var vinnu­skjalið sett inn á vef ráðuneyt­is­ins síðdeg­is á laug­ar­dag. Ekki var haft form­legt sam­ráð við hags­munaaðila við und­ir­bún­ing­inn.

Í starfs­hópn­um voru Aðal­steinn Bald­urs­son, formaður Fram­sýn­ar – stétt­ar­fé­lags, Atli Gísla­son, hrl. og alþing­ismaður, sem sagði skilið við þing­flokk Vinstri grænna síðastliðinn vet­ur, Jó­hann Guðmunds­son, skrif­stofu­stjóri í ráðuneyt­inu, og Jón Eðvald Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri FISK á Sauðár­króki, en það fyr­ir­tæki ger­ir m.a. út fjóra tog­ara.

Eldra frum­varp lagt til hliðar

Heild­stætt frum­varp um stjórn fisk­veiða, sem lagt var fram síðastliðinn vet­ur, hef­ur verið lagt til hliðar. Það fékk fall­ein­kunn hjá mörg­um sem um það fjölluðu, meðal ann­ars starfs­hópi sér­fræðinga sem ráðherra skipaði til að meta hagræn áhrif þess. Í því frum­varpi var sér­stök grein um veðsetn­ing­ar afla­heim­ilda, en sér­fræðihóp­ur ráðherra taldi í skýrslu sinni bann við veðsetn­ingu óráðlegt.

Vinnu­skjalið var rætt á rík­is­stjórn­ar­fundi á þriðju­dag og föstu­dag. Í at­huga­semd­um með frum­varp­inu seg­ir að leit­ast sé við „að ná sem víðtæk­astri sátt um mál­efni sjáv­ar­út­vegs­ins jafnt utan þings sem inn­an“.

Veiðigjald í öðrum nefnd­um

Í at­huga­semd­un­um seg­ir að ekki sé talið tíma­bært að leggja til breyt­ingu á hlut­falli veiðigjalds, álagn­ing­ar­stofni og álagn­ingu frá gild­andi lög­um. Bent er á að nú sé að störf­um nefnd á veg­um fjár­málaráðuneyt­is­ins, sem ætlað er það hlut­verk að fara yfir heild­ar­skatt­lagn­ingu á sjáv­ar­út­veg, hvernig rétt sé að skatt­leggja sér­stak­an um­fram­hagnað og vænt­an­lega hvernig taka megi til­lit til mis­mun­andi stöðu greina inn­an út­vegs­ins. Þá sé einnig að störf­um auðlinda­stefnu­nefnd á veg­um for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins.

Í frum­varp­inu er byggt á samn­ing­um um nýt­ingu á afla­heim­ild­um og að þeir verði í upp­hafi til 20 ára og að nýt­ing­ar­hafi eigi rétt á end­ur­skoðun samn­ings sem hefjast skal sex árum fyr­ir lok gild­is­tíma hans. Heim­ilt er að fram­lengja samn­ing um 15 ár hverju sinni. Í frum­varp­inu frá í fyrra­vet­ur var miðað við samn­inga til 15 ára og eina end­ur­nýj­un til átta ára.

Breyt­ing­ar eru gerðar á ákvæðum gild­andi laga um há­marks­afla­hlut­deild sem einn aðili get­ur haft yfir að ráða í hverri fisk­teg­und. Er það gert til að auka sam­keppni og koma í veg fyr­ir frek­ari samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi en nú er þegar orðin, eins og seg­ir í at­huga­semd­un­um. Jafn­framt eru hert ákvæði um sam­starf og tengsl aðila.

Til­færsla fjár­magns

Í at­huga­semd­un­um kem­ur fram að yfir 80% tekna af veiðigjaldi greiða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki á lands­byggðinni og til­færsla fjár­magns frá þess­um byggðum til höfuðborg­ar­svæðis­ins sé veru­leg. Í frum­varp­inu er gert ráð fyr­ir að tekj­ur af veiðigjaldi skipt­ist þannig að 50% renni í rík­is­sjóð, 40% til sjáv­ar­byggða og 10% til þró­un­ar- og markaðsmá­la í sjáv­ar­út­vegi. Veiðigjald verði einn af lög­mælt­um tekju­stofn­um sveit­ar­fé­laga og er kynnt frum­varp þess efn­is.

Í vinnu­skjal­inu er lagt til að fari var­an­legt framsal afla­heim­ilda úr byggðarlagi um­fram 15% miðað við afla­heim­ild­ir í byggðarlagi fisk­veiðiárið 2011/​2012 geti ráðherra hafnað framsali eða nýtt for­gangs­rétt til að tryggja að afla­heim­ild­irn­ar verði áfram á því svæði sem um er að ræða, seg­ir í at­huga­semd­un­um. Loks má nefna að lagt er til að kvótaþingi verði komið á að nýju og lagt er til að stofnað verði Kvótaþing Fiski­stofu.

„Einn alls­herj­ar kaba­rett“

Menn í sjáv­ar­út­veg­in­um eru ekki ánægðir með vinnu­brögð rík­is­stjórn­ar­inn­ar og Jóns Bjarna­son­ar ráðherra eða eins og Eggert B. Guðmunds­son, for­stjóri Granda, sagði: „Það sem er sorg­legt við þetta er að það er haldið áfram með þau lé­legu vinnu­brögð sem voru áður. Frum­varpið sem þau komu með í vor var gert án sam­ráðs og fékk alls staðar fall­ein­kunn. Þau lofa bót og betr­un en allt fer á sama veg; það er bara farið inn í helli með ein­hverj­um mönn­um sem eng­inn veit hverj­ir eru og svo birt­ast þessi drög á net­inu. Ef það væri ekki svona mikið und­ir og mikið í húfi fyr­ir efna­hag lands­ins myndi maður kalla þetta einn alls­herj­ar kaba­rett.“

Aðspurður seg­ir Eggert að margt í til­lög­un­um slá sig illi­lega. „En ég vil ekki vera að koma strax með at­huga­semd­ir við ein­staka liði, við mun­um fara yfir þetta í ró­leg­heit­un­um. Aft­ur á móti virðist ljóst að þetta verði ekki til­laga rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þannig að við bíðum bara áfram eft­ir því að þetta kom­ist loks­ins í vit­rænt ferli og þá má bú­ast við ein­hverju sem mark er á tak­andi.“ bork­ur@mbl.is

Nefnd stofnuð inn­an stjórn­ar­inn­ar

Eft­ir að Jón Bjarna­son hef­ur lagt til­lög­ur starfs­hóps­ins fyr­ir rík­is­stjórn­ina á þriðju­dag­inn bregst hún þannig við að á föstu­dag­inn skip­ar hún Guðbjart Hann­es­son vel­ferðarráðherra og Katrínu Jak­obs­dótt­ur mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra í ráðherra­nefnd um sjáv­ar­út­vegs­mál en það jafn­gild­ir því að margra mati að málið sé tekið úr hönd­um Jóns Bjarna­son­ar, eins og Ólína Þor­varðardótt­ir tek­ur til dæm­is und­ir. Guðbjart­ur Hann­es­son vill ekki taka svo sterkt til orða. „Til svona nefnd­ar inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar hef­ur oft áður verið stofnað til þess að reyna að finna flöt á mál­inu sem all­ir geta sætt sig við. Og Jón hef­ur ekki lagt þetta fram sem sína til­lögu, þetta er vinnu­til­laga sem kem­ur frá þess­ari nefnd sem hann skipaði.“

Aðspurður hvort hann taki ekki und­ir það að þessi vinnu­brögð sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­ans séu óboðleg, seg­ir hann að vissu­lega fái ráðherr­ar alla jafna að fylgj­ast með því sem er að ger­ast í svona stór­um mál­um. „En þannig hef­ur það ekki verið í þessu máli,“ seg­ir Guðbjart­ur. bork­ur@mbl.is

„Ráðherra hlýt­ur að axla ábyrgð“

„Þetta eru stórtíðindi,“ seg­ir Ólína Þor­varðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og nefnd­armaður í at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is. „Mér sýn­ist Jón Bjarna­son ráðherra vera bú­inn að taka ákvörðun um að vera ekki í þess­ari rík­is­stjórn. Hann skip­ar nefnd án þess að aðrir viti af því, hann vinn­ur í fel­um fyr­ir rík­is­stjórn­inni og þegar málið er tekið úr hans hönd­um á föstu­dag­inn, þá bregst hann við með því að birta frum­varps­drög á vef ráðuneyt­is­ins. Það er al­var­legt mál ef ráðherra fer ekki að vilja rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hann hlýt­ur að axla ábyrgð á þess­um vinnu­brögðum,“ seg­ir Ólína. bork­ur@mbl.is

Líst afar illa á drög­in

• Gagn­rýn­ir stutt­an samn­ings­tíma • Of mikið í póli­tísk­ar út­hlut­an­ir • Ákveðin ákvæði óskýr og mats­kennd „Mér líst afar illa á þau frum­varps­drög sem kynnt hafa verið á heimasíðu sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­is­ins,“ seg­ir Friðrik J. Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna. Hann seg­ir að fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar og mik­il óvissa hafi áhrif á sam­keppn­is­stöðu ís­lensks sjáv­ar­út­vegs og lána­kjör fyr­ir­tækj­anna.

Hann seg­ir að gert sé ráð fyr­ir allt of stutt­um samn­ings­tíma eða ein­ung­is 20 árum. „Ég bendi á að síðasta vet­ur kom fram frum­varp um stytt­ingu af­nota­tíma orku­fyr­ir­tækja, sem nýta vatn og jarðhita ann­ars veg­ar í 30 ár og hins­veg­ar í 40 ár, sem fékk afar slæm­ar viðtök­ur og varð ekki að lög­um. Í öðru lagi þá eru ákvæði um fram­leng­ingu af­nota­samn­inga ekki nægj­an­lega skýr. Við þurf­um nú að fá mat á því hvort til­lög­urn­ar þýða að við þurf­um að af­skrifa keypt­ar afla­heim­ild­ir að verðmæti 212 millj­arða með til­heyr­andi af­leiðing­um á efna­hag fyr­ir­tækj­anna,“ seg­ir Friðrik.

Hann seg­ir að til­lög­urn­ar geri ráð fyr­ir að allt of stór hluti afla­heim­ilda verði tek­inn fram­hjá afla­hlut­deild til póli­tískra út­hlut­ana, m.a. til svo­kallaðra strand­veiða, byggðakvóta og línuíviln­un­ar. Til viðbót­ar eigi að taka 50% afla­aukn­ing­ar frá þeim sem hafa tekið á sig skerðing­ar í þorski, ýsu, ufsa og stein­bít þegar ákveðnu viðmiði hef­ur verið náð, sem sé al­gjör­lega óá­sætt­an­legt.

„Þá eru í frum­varps­drög­un­um ákvæði sem miða að því að ákveðið fyr­ir­tæki verði brotið upp og eins að ákveðnum fyr­ir­tækj­um verði gert að selja frá sér afla­heim­ild­ir. Fjöl­mörg önn­ur atriði eru í drög­un­um sem mér líst illa á, s.s. ákvæði um svo­kallað Kvótaþing, óskýr og mats­kennd ákvæði um ákvörðun afla­hlut­deild­ar, ákvæði um tak­mörk­un á framsali afla­hlut­deild­ar og afla­marks og mikið framsal á valdi til ráðherra sem full ástæða er til að gjalda var­hug við.

Veiðigjaldið, sem er grund­vall­ar­atriði, er skilið eft­ir óleyst en fram kem­ur að verið sé að vinna að því máli á öðrum vett­vangi. Þær hug­mynd­ir sem kynnt­ar hafa verið í því efni gera ráð fyr­ir of­ur­skatt­lagn­ingu með til­heyr­andi lam­andi áhrif­um á at­vinnu­grein­ina,“ seg­ir Friðrik.

Byggðaaðgerðir

» Í byggðakvóta hef­ur ráðherra heim­ild til að ráðstafa allt að 10.200 lest­um af óslægðum þorski, 1.700 lest­um af ýsu, 2.700 lest­um af ufsa og 400 lest­um af stein­bít.
» Tvö­föld­un er af­num­in og úgerðir þurfa því ekki leng­ur að leggja afla­mark á móti byggðakvóta.
» Í línuíviln­un get­ur ráðherra ráðstafað allt að 3.400 lest­um af þorski, 2.100 lest­um af ýsu og 900 lest­um af stein­bít.
» Í strand­veiði fær ráðherra til út­hlut­un­ar á hverju fisk­veiðiári allt að 6.800 lest­um af þorski og 1.800 lest­um af ufsa.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert