Reyndi að smygla kókaíni

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt bandarískan karlmann í 10 mánaða fangelsi fyrir að reyna að smygla 378 grömmum af kókaíni til landsins nú í september.

Maðurinn játaði brotið og að hafa ætlað að selja efnin hér á landi. Hann flutti kókaínið til Íslands frá New York, samtals 68 einingar, falið í líkama sínum. 

Maðurinn var að auki dæmdur til að greiða 1009 krónur í sakarkostnað og  málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, 225.900 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert