Ört batnandi orðspor Íslands

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Eggert Jóhannesson

Orðspor Íslands hefur lagast verulega frá því það hrundi til grunna. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Alþingi í dag. Það hafi farið ört batnandi í tíð ríkjandi ríkisstjórnar og sé á réttri leið líkt og landið allt.

Steingrímur var að svara fyrirspurn Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, um skatt á stóriðjufyrirtæki. Hann sagði að reynt hefði verið að dreifa byrðunum með sanngjörnum hætti. „Að sjálfsögðu þarf að fara fram í hófsemi og gæta þess að skaða ekki möguleika nýrra fjárfestinga. Og það munum við tryggja,“ sagði Steingrímur.

Þá sagði ráðherrann að hann hefði trú á því að nokkur verkefni fari á fulla ferð á næsta ári, en tiltók ekki hvaða verkefni sé um að ræða. Varðandi þau verkefni sagði Steingrímur þó, að tryggt væri að þau myndu njóta samkeppnishæfra starfsskilyrða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert