Segir stöðu sína sterka

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/GSH

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að pólitísk staða sín sé sterk og að það sé alveg ljóst að sjávarútvegsmálin séu á hans forræði. Þetta kom fram í viðtali við hann í Ríkisútvarpinu í morgun.

Hann sagði að staða sín varðandi sjávarútvegsvinnuna sé sterk og eins varðandi Evrópusambandsviðræðurnar. Hann hafi ekki viljað fara í aðlögun að ESB og í þeim efnum sé hann sammála flokki sínum og þjóð. ESB-umræðurnar séu það „sem spilar hér undir,“ eins og Jón orðaði það. Ágreiningur sé um það mál við samstarfsflokkinn.

Jón undirstrikaði í viðtalinu að gögnin um fiskveiðistjórnunarfrumvarp, sem birtust á vef ráðuneytisins á laugardag, væru vinnutillögur en ekki fullburða frumvarp. Hann sagði það sé rétt hjá Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að ekki stæði til að leggja þetta vinnuskjal fram sem frumvarp.

Jón kvaðst ekki líta á það sem vantraust á sig að fleiri ráðherrar hafi verið kallaðir að málinu. Ekkert sé óeðlilegt við það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert