Búast má við stormi um landið norðvestanvert í kvöld. Framan af verður norðaustan 13-18 m/s og snjókoma norðvestantil á landinu og norðan 18-25 í kvöld. Vægt frost.
Mun hægari vindur og slydda eða rigning sunnan- og austanlands, en úrkomulítið síðdegis og hiti 0 til 5 stig.
Á höfuðborgarsvæðinu verður austan 8-13 m/s og slydda eða rigning, hægari og stöku skúrir eða él í dag. Hiti 0 til 3 stig. Norðan 5-13 og frystir í kvöld.
400 km SV af Reykjanesi er víðáttumikil 970 mb lægð sem hreyfist NA.
Á morgun, þriðjudag, er útlit fyrir 13-18 sekúndumetra norðanátt og snjókomu eða él, en þurrt sunnantil á landinu. Frost 1 til 10 stig, mildast syðst.
Klukkan þrjú í nótt var hvöss austanátt syðst á landinu, annars mun hægari vindur. Skýjað og slydda eða snjókoma sunnanlands. Hiti frá 6 stigum í Skaftafelli, niður í 9 stiga frost í Ásbyrgi.