Varað við vonskuveðri

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Veður fer mjög versn­andi á Vest­fjörðum og vest­an­verðu Norður­landi. Þar verður glóru­laus byl­ur fljót­lega í kvöld og allt að 20-25 m/​s á Strönd­um, við Húna­flóa og í Skagaf­irði í nótt.

Einnig er hríð á norðan­verðu Snæ­fellsnesi, í Döl­um og suður í Borg­ar­fjörð og at­hygli vak­in á því að víða er nokk­ur lausa­mjöll fyr­ir og því kóf um leið og tek­ur að blása, seg­ir í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni. Von er á vind­hviðum í Staðarsveit og eins á Kjala­nesi und­ir morg­un.

Suðvest­an­lands og á Suður­landi fryst­ir í kvöld en veg­ir þar eru nú blaut­ir og því von á ís­ingu þar. Suðaust­an­lands og á Aust­fjörðum fryst­ir einnig í nótt eða snemma í fyrra­málið.

Það eru hálku­blett­ir á Hell­is­heiði og hálka í Þrengsl­um. Hálka, hálku­blett­ir eða snjóþekja er á Suður­landi og Reykja­nesi. Á Vest­ur­landi er hálka og skafrenn­ing­ur á flest­um leiðum. Snjóþekja og skafrenn­ing­ur er á Holta­vörðuheiði.

Á Vest­fjörðum er hálka eða snjóþekja á öll­um leiðum. Þæf­ing­ur og stór­hríð er á Kletts­hálsi og þar er ekk­ert ferðaveður. Ófært er á Hrafns­eyr­ar­heiði og Dynj­and­is­heiði. Á Norður­landi er hálka eða snjóþekja, snjó­koma eða élja­gang­ur á flest­um leiðum. Flug­hált er í Þistil­f­irði og í Vopnafirði. Á Aust­ur­landi er hálka og snjóþekja á flest­um leiðum. Á Suðaust­ur­landi flug­hált er frá Höfn að Kvískerj­um, á öðrum leiðum er hálka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert