Vill ekki tjá sig um leigu á landi

Grímsstaðir á Fjöllum.
Grímsstaðir á Fjöllum.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vildi ekki tjá sig um þær hugmyndir að leigja Grímsstaði á Fjöllum til kínverska fjárfestisins Huangs Nubos til að hægt sé að hleypa fjárfestingunni inn í landið. Hann sagðist á Alþingi í dag fyrst vilja sjá slíka beiðni.

Ögmundur svaraði fyrirspurn Skúla Helgasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, með þessum hætti. Hann sagði misskilning í málinu hafa farið hátt, þ.e. að um væri að ræða einstakling. Beiðnin um kaup á Grímsstöðum hefði komið frá fyrirtækjasamsteypu, hlutafélagi sem sérhæfir sig í fasteignaviðskiptum. Hann sagði ákveðnar reglur gilda um kaup hlutafélaga á landi og engar forsendur hefðu verið til staðar sem þurfa að vera, til að veita undanþágu.

Þá sagðist Ögmundur telja jarðnæði, land, eina mikilvægustu auðlind hvers lands. Hann teldi óeðlilegt ef ráðuneytið myndi hefja samningaviðræður við umrætt fyrirtæki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert