Vill sumarbústað á Austurvelli

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is

„Það er ekki nóg að banna útlendingum að eiga part af Íslandi. Nei. Það þarf líka að skoða landeigendur, bændur. Við sjáum kannski hámarksstærð bújarða,“ segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni og gagnrýnir þar hugmyndir Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, um frekari takmarkanir en fyrir eru í lögum um kaup erlendra ríkisborgara á landsvæði hér á landi.

„Kannski fáum við landleysingjar loks einhverjar fermetra lands. (Það eru um 300.000 m2 á mann.) Ég hefði hug á Austurvelli fyrir sumarbústað. Já eða Hljómskálagarðinum,“ segir Pétur ennfremur.

Facebook-síða Péturs H. Blöndal

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert