Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður Samfylkingar, sagðist myndu skoða vel breytingatillögur stjórnarandstöðunnar við fjárlagafrumvarpið og útilokaði ekki að hann myndi styðja sumar þeirra.
„Ég bókaði í fjárlaganefnd að ég áskildi mér rétt til að skoða betur áhrif þeirra tillagna sem hér liggja frammi í þessari umræðu og mun gera það vegna þess að það er eitthvað það versta í pólitík að afgreiða hugmyndir annarra sem vondar vegna þess að þær komi frá einhverjum öðrum flokki. Við eigum að hætta að hugsa þannig,“ sagði Sigmundur Ernir.