Ófærð fyrir norðan

Eins og sjá má er víða ófærð eða óvissa um …
Eins og sjá má er víða ófærð eða óvissa um færð á norðanverðu landinu. www.vegagerdin.is

Víkurskarðið er lokað, þar er flutningabíll fastur. Snjóflóð loka veginum um Ólafsfjarðarmúla. Ófært er milli Akureyrar og Dalvíkur og eins milli Akureyrar og Grenivíkur, að sögn Vegagerðarinnar.

Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á Suðurlandi og Reykjanesi. Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi er víða ófært en mokstur er hafinn á flestum leiðum. 

Á Austurlandi er hálka og snjóþekja á flestum leiðum. Á Suðausturlandi er víða hálka.

Kennsla fellur niður í Varmahlíðarskóla í Skagafirði í dag vegna veðurs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert