Víkurskarðið er lokað, þar er flutningabíll fastur. Snjóflóð loka veginum um Ólafsfjarðarmúla. Ófært er milli Akureyrar og Dalvíkur og eins milli Akureyrar og Grenivíkur, að sögn Vegagerðarinnar.
Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á Suðurlandi og Reykjanesi. Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi er víða ófært en mokstur er hafinn á flestum leiðum.
Á Austurlandi er hálka og snjóþekja á flestum leiðum. Á Suðausturlandi er víða hálka.
Kennsla fellur niður í Varmahlíðarskóla í Skagafirði í dag vegna veðurs.