IPA-styrkþegar fá undanþágu frá skattalögum

Höfuðstöðvar Evrópusambandsins.
Höfuðstöðvar Evrópusambandsins. reutes

Unnið hefur verið að samningi á milli stjórnvalda hér á landi og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þar sem útfærðar eru reglur um fjárhagsaðstoð sambandsins við Ísland vegna undirbúnings aðildar Íslands.

Um er að ræða hina svokölluðu IPA-styrki, sem veittir eru ríkjum sem sótt hafa um aðild að sambandinu til að standa undir kostnaði við breytingar hjá umsóknarríkinu.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins snýst umræddur samningur meðal annars um tolla og skatta og gerir ráð fyrir að þeir sem þiggi IPA-styrkina séu að verulegu leyti undanþegnir íslenskum skatta- og tollalögum.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins þarf að fá samþykkt frumvarp til breytinga á lögum til að ná fram markmiðum framangreinds samnings, en slíkt frumvarp mun ekki enn hafa verið lagt fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka