Jón er enn ráðherra

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is / Hjörtur

Jón Bjarnason, sjávarútvegs - og landbúnaðarráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að ekkert hafi breyst frá því í gær, hann sé enn ráðherra. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir ljóst að það verði gerðar breytingar í ríkisstjórninni áður en kjörtímabilinu lýkur.

Þetta sögðu ráðherrarnir við fréttamenn að loknum fundi í dag. Steingrímur vildi ekkert gefa upp um það hvaða breytingar verði gerðar á ráðherraliðinu, en ljóst sé að þetta hafi ávallt staðið til.

Spurður út í stofnun nýs atvinnuvegaráðuneytis, segir Steingrímur að það hafi verið í undirbúningi og aldrei verið afskrifað. Hins vegar vildi hann ekki gefa upp hvenær nýtt embætti yrði þá sett á laggirnar.

Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í dag, að þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hefðu á fundum þingflokka sinna í gær fengið umboð til að ganga frá þeim breytingum á ríkisstjórninni, sem þurfa þætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert