Launþegar fá allt að 200 þúsund í jólabónus

Starfsmenn í álverum fá hæstu desemberuppbótina.
Starfsmenn í álverum fá hæstu desemberuppbótina. mbl.is/ÞÖK

Launþegar fá almennt desemberuppbót samkvæmt kjarasamningum. Algengasta upphæðin fyrir skatt er 48.800 kr. og 15.000 kr. álag eða samtals 63.800 kr. en dæmi eru um 200.000 kr. desemberuppbót.

Uppfært kl. 09.52

Samkvæmt nýjasta kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins við ASÍ, SGS, Flóabandalagið, Matvís, Rafiðnaðarsambandið, Samiðn, Félag vélstjóra og málmtæknimanna, mjólkurfræðinga, bókagerðarmanna og hársnyrtisveina er desemberuppbótin 48.800 kr. og 15.000 kr. álag að auki eða samtals 63.800 kr. Kjarasamningur SA og VR gerir ráð fyrir 55.400 kr. desemberuppbót og 15.000 kr. álagi eða samtals 70.400 kr.

Félagsmenn Eflingar – stéttarfélags á almennum vinnumarkaði fá almennt 48.800 kr. og 15.000 kr. eða samtals 63.800. Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 54.000 kr. og sérstaka 25.000 kr. eingreiðslu 1. febrúar. Starfsmenn Kópavogs, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Hveragerðis og Ölfuss fá 75.500 kr. og 25.000 kr. eingreiðslu 1. febrúar.

Samkvæmt samningum Verkalýðsfélags Akraness fá starfsmenn Elkem Ísland  137.436 kr. í desemberuppbót og starfsmenn Norðuráls 146.522 kr. Full desemberupphæð hjá Alcoa Fjarðaáli er 200.000 kr., samkvæmt samningi Afls, starfsgreinafélags.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert