Leiðinlegt ferðaveður

Slæmt ferðaveður er víða á Norðurlandi.
Slæmt ferðaveður er víða á Norðurlandi. Rax / Ragnar Axelsson

Leiðinda ferðaveður er nú víða á Norður­landi og eng­in ástæða til að vera þar á ferð að nauðsynja­lausu. Lög­regl­an á Blönduósi sagði að víða sé skafrenn­ing­ur og dimmt á þjóðveg­um. Þar gekk á með hvöss­um bylj­um. Skóli féll niður á Húna­völl­um í morg­un.

Í gær hlánaði um tíma í kring­um Húsa­vík og svo fraus aft­ur svo það myndaðist skari á snjón­um. Því skóf ekki mik­inn snjó í morg­un, að sögn lög­regl­unn­ar á Húsa­vík, en veðrið var leiðin­legt. Færðin í bæn­um var þó í lagi.

Tveir bíl­ar fóru út af við T-laga gatna­mót í um­dæmi Húsa­vík­ur­lög­regl­unn­ar í gær. Í báðum til­vik­um náðu öku­menn ekki að stöðva bíl­ana svo þeir runnu fram af veg­un­um. Annað óhappið var við vega­mót við Hring­veg­inn og hitt í Aðal­dal þar sem farið er úr Aðal­dals­hrauni í Köldukinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert