Lýsa ánægju með Ögmund

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.

Stjórn Vinstri grænna í Reykja­vík lýs­ir yfir létti og ánægju með þá ákvörðun Ögmund­ar Jónas­son­ar að synja Huang Nubo leyf­is til upp­kaupa á ís­lensku landi.

„Megi þetta verða vís­ir þess sem koma skal, að eign­ar­hald á jarðnæði verði úr hönd­um auðmanna, hverr­ar þjóðar sem þeir eru, og að einka­eign­ar­hald á jarðnæði heyri al­mennt sög­unni til," seg­ir í til­kynn­ingu frá stjórn­inni.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert