Mannréttindi undirstaða allrar stefnumótunar

Ögmundur Jónasson., innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson., innanríkisráðherra. mbl.is

Fram kom á ríkisstjórnarfundi í morgun að innanríkisráðuneytið hefði hafið undirbúning að stefnumótun á sviði mannréttindamála í samræmi við stefnumótun ríkisstjórnarinnar í málaflokknum. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu mun verða lögð áhersla í því sambandi á víðtækt og markvisst samráð við aðila innan stjórnarráðsins og undirstofnana þess og að auki hagsmunaaðila, fræðasamfélagið og frjáls félagasamtök.

Verður í þeim efnum lögð áhersla á nýja sýn á mannréttindamál í samfélaginu. Þá ekki aðeins á grundvelli mannréttindasamninga og stjórnarskrárinnar heldur einnig á þeim forsendum að mannréttindasjónarmið séu undirstaða allrar stefnumótunar í samfélaginu sem og vinnu stjórnvalda.

Gert er ráð fyrir að tveimur hópum verði falið að móta mannréttindastefnu stjórnvalda. Annars vegar verður um að ræða nefnd sem skipuð verður fulltrúum þeirra ráðuneyta sem tengjast málaflokknum sem meðal annars haldi utan um úrvinnslu ábendinga á grundvelli alþjóðlegra mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að. Hins vegar vettvangur þar sem fulltrúar félagasamtaka, fræðasamfélagsins og stjórnvalda komi að stefnumótuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka