Hlynur Sigurðsson,
„Þetta er mesta magn vopna sem fundist hefur í einni húsleit“, segir Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Talið er að málið tengist skotárásinni við Bryggjuhverfið nýverið. Alls fundust um fjórar byssur við húsleitina, þar af ein afsöguð haglabyssa, um 50 hnífar, hnúajárn og skotfæri.
Tvær formlegar húsleitir hafa verið framkvæmdar vegna málsins en í hinni fundust um 200 hassplöntur og um hálft kíló af grasi. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjölfar vopnafundarins. Tveir sitja því í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarmálsins og einn hóf afplánun eldri dóms.