Ögmundur með tvö atkvæði

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra greiddi atkvæði á Alþingi í dag þrátt fyrir að varaþingmaður hans væri inni á þingi. Þegar þetta uppgötvaðist ógilti forseti Alþingis atkvæði Ögmundar.

Ólafur Þór Gunnarsson, varaþingmaður VG í SV-kjördæmi, situr nú á þingi í forföllum Ögmundar. Mikið er hins vegar um að vera í pólitíkinni og hefur Ögmundur sótt mikilvæga þingflokksfundi og ríkisstjórnarfundi í vikunni.

Þegar greidd voru atkvæði í dag um beiðni um að gerð yrði skýrsla um stöðu barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun voru Ólafur og Ögmundur í þingsal og greiddu báðir atkvæði. Þegar þetta uppgötvaðist var atkvæði Ögmundar ógilt.

Ögmundur tók síðar á fundinum þátt í umræðum um tillögu um Palestínu, en hann hefur málfrelsi þó að hann megi ekki greiða atkvæði þegar varamaður hans situr á þingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert