Sjávarútvegsmálin einungis yfirskin?

Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Björn Bjarna­son, fyrr­um dóms­málaráðherra, held­ur því fram á heimasíðu sinni að for­ysta Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs hygg­ist nota sjáv­ar­út­vegs­mál­in sem ástæðu til þess að koma Jóni Bjarna­syni, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, úr ráðherra­stóli til þess að þókn­ast Sam­fylk­ing­unni. Raun­veru­lega ástæðan sé afstaða Jóns til um­sókn­ar­inn­ar um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

„Stein­grím­ur J. og Björn Val­ur vilja þókn­ast Jó­hönnu og ýta Jóni Bjarna­syni til hliðar svo að hann sé ekki þvæl­ast fyr­ir í ESB-mál­um og rík­is­stjórn­in lifi áfram. Þeir vita hins veg­ar að ekki er unnt að standa að aðför að Jóni vegna ESB vegna kjós­enda VG. Þá er val­in sú leið að ráðast að hon­um vegna fisk­veiðistjórn­un­ar­mála og vinnu­skjals sem er í skoðun hjá tveim­ur ráðherr­um,“ seg­ir Björn.

Heimasíða Björns Bjarna­son­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert