Sjávarútvegsmálin einungis yfirskin?

Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra, heldur því fram á heimasíðu sinni að forysta Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hyggist nota sjávarútvegsmálin sem ástæðu til þess að koma Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, úr ráðherrastóli til þess að þóknast Samfylkingunni. Raunverulega ástæðan sé afstaða Jóns til umsóknarinnar um aðild að Evrópusambandinu.

„Steingrímur J. og Björn Valur vilja þóknast Jóhönnu og ýta Jóni Bjarnasyni til hliðar svo að hann sé ekki þvælast fyrir í ESB-málum og ríkisstjórnin lifi áfram. Þeir vita hins vegar að ekki er unnt að standa að aðför að Jóni vegna ESB vegna kjósenda VG. Þá er valin sú leið að ráðast að honum vegna fiskveiðistjórnunarmála og vinnuskjals sem er í skoðun hjá tveimur ráðherrum,“ segir Björn.

Heimasíða Björns Bjarnasonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert