Þjóðstjórn um skuldamál heimilanna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er ólíklegt og í raun óæskilegt að þessi stjórn lifi áfram í þessari mynd. Það þarf kosningar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni og veltir ennfremur upp þeim möguleika sem reglulega hefur komið upp í umræðunni að mynduð yrði þjóðstjórn með aðkomu allra stjórnmálaflokkanna á þingi.

„Ég ítreka þó það sem ég hef áður sagt um að hugsanlega væri hægt að mynda þjóðstjórn, en þá aðeins ef hún snýst um að koma til móts við skuldir heimilanna. Núverandi stjórn hefur því miður gloprað niður tækifærunum og gefist upp á því verkefni,“ segir Sigmundur Davíð.

Facebook-síða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert