Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, óskaði eftir því í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið nú undir kvöld, að meirihluti fjárlaganefndar Alþingis deildi spádómsgáfu sinni með öðrum þingmönnum.
Verið var að greiða atkvæði um tillögu nefndarmeirihlutans um að útgjöld til liðarins „ófyrirséð útgjöld" yrði lækkaður um 411 milljónir.
„Ég óska eftir að meirihlutinn deili spádómsgáfu sinni með okkur, að geta lækkað útgjöld um 411 milljónir, sem eru kölluð ófyrirséð útgjöld. Hvernig er farið að því?" spurði Þór.
Breytingartillagan var samþykkt með 32 atkvæðum en 24 sátu hjá. Samkvæmt því getur ríkisstjórnin ráðstafað 4575,9 milljónum króna á næsta ári til ófyrirséðra útgjalda.