Einkaeign á landi úr sögunni

Í álykt­un stjórn­ar VG í Reykja­vík, þar sem lýst er yfir ánægju með ákvörðun inn­an­rík­is­ráðherra að synja Huang Nubo um leyfi til að kaupa Grímsstaði á fjöll­um, er lýst von til þess að „einka­eign­ar­hald á jarðnæði“ heyri al­mennt sög­unni til. 

Álykt­un­in var samþykkt í gær. Einnig var samþykkt álykt­un þar sem lýst var yfir ánægju með ákvörðun Alþing­is um að viður­kenna sjálf­stæði Palestínu. 

Álykt­un­in um Huang Nubo er eft­ir­far­andi:

„Stjórn Vinstri-grænna í Reykja­vík lýs­ir yfir létti og ánægju með þá ákvörðun Ögmund­ar Jónas­son­ar að synja Huang Nubo leyf­is til upp­kaupa á ís­lensku landi. Megi þetta verða vís­ir þess sem koma skal, að eign­ar­hald á jarðnæði verði úr hönd­um auðmanna, hverr­ar þjóðar sem þeir eru, og að einka­eign­ar­hald á jarðnæði heyri al­mennt sög­unni til.“

Í stjórn VG í Reykja­vík sitja Birna Magnús­dótt­ir, Claudia Ov­eresch, Friðrik Atla­son, Kol­beinn Stef­áns­son, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir og Vé­steinn Val­g­arðsson   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert