Fyrsti Facebook-dómurinn

Facebook á tölvuskjá.
Facebook á tölvuskjá. Ernir Eyjólfsson

Dóm­ur um meiðyrði sem féll í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í morg­un er sá fyrsti hér á landi þar sem maður er dæmd­ur fyr­ir um­mæli á sam­skipt­asíðunni Face­book. Var maður­inn dæmd­ur til að greiða stefn­anda 300 þúsund krón­ur í bæt­ur auk máls­kostnaðar fyr­ir um­mæli sem hann viðhafði bæði á bloggsíðu sinni og Face­book-síðu um fjöl­skyldu í Ara­túni í Garðabæ.

Að sögn Gunn­ars Inga Jó­hanns­son­ar, héraðsdóms­lög­manns, er þetta lík­lega fyrsti dóm­ur af þessu tagi sem fell­ur vegna um­mæla á Face­book á Íslandi þó hann sé ekki sá fyrsti þar sem ábyrgð á um­mæl­um á Net­inu var til skoðunar. Eng­in ástæða sé til að gera grein­ar­mun á um­mæl­um þó þau séu sett fram á Face­book, um síðuna gildi sömu regl­ur og um aðrar net­síður. Í þessu til­felli gilda al­menn­ar regl­ur um ábyrgð.

„Það er ekki deilt um að stefndi sé höf­und­ur um­mæl­anna, þá er bara spurn­ing hvort þau telj­ist vera meiðyrði eða birt­ing þeirra rétt­læt­an­leg. Fólk ber alla jafna ábyrgð á eig­in um­mæl­um hvar sem þau birt­ast. Það er svona meg­in­regl­an,“ seg­ir Gunn­ar Ingi.

Þá hefði ekki skipt máli þó um­mæl­in hefðu verið lát­in falla í lokuðum hópi (e. group) á Face­book því um­mæl­in teld­ust birt engu að síður. Á sama hátt sé hægt að kæra fyr­ir meiðyrði þó þau séu lát­in falla í tveggja manna tali.

Blogg­um­mæli dæmd dauð og ómerk.

Gunnar Ingi Jóhannsson, hdl.
Gunn­ar Ingi Jó­hanns­son, hdl. Justice.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert