Ekki er ólíklegt að fleiri verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar sérstaks saksóknara í tengslum við lánveitingar og hlutabréfaviðskipti Glitnis í viðskiptum tengdum FL Group og Stími.
Þetta staðfesti Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, við mbl.is fyrir stundu.
Einn hefur þegar verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, Lárus Welding, sem er fyrrverandi forstjóri Glitnis.
„Hann var úrskurðaður í varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna; þannig að hann geti ekki haft áhrif á aðra í málinu eða skotið undan gögnum,“ sagði Ólafur.