Minna fangelsi á Hólmsheiði

Býja fangelsið á að kúra í gróðursælli laut á Hólmsheiði.
Býja fangelsið á að kúra í gróðursælli laut á Hólmsheiði.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að væntanlega verði framlög til nýs fangelsis á Hólmsheiði sett inn þegar fjárlagafrumvarpið kemur til 3. umræðu. Hugsanlega verði þau þó bundin því skilyrði að þar verði reist minna fangelsi og ráðist verði í uppbyggingu á Litla-Hrauni.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hafði áður lýst yfir að hann byggist við að framlög til fangelsisins á Hólmsheiði myndu koma inn í framlög við 2. umræðu. Í gærkvöldi varð hins vegar ljóst að svo yrði ekki. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta hlyti að vera byggt á einhverjum mistökum.

Svo er þó greinilega ekki.

„Við ákváðum að geyma þetta til þriðju umræðu því við vildum skoða málið betur,“ sagði Sigríður Ingibjörg í samtali við mbl.is nú í kvöld. „Við teljum að það sé brýnt að byggja nýtt fangelsi en við teljum að þetta sé of stórt, það eigi ekki að vera vistunarfangelsi á tveimur stöðum.“

Sigríður Ingibjörg segir að margir þingmenn líti svo á að réttara sé að reisa minna fangelsi á Hólmsheiði en ráðast í frekari uppbyggingu á Litla-Hrauni, þar sem umbóta sé þörf, óháð því hvort ráðist verði í framkvæmdir á Hólmsheiði eða ekki.

Fjárlögin koma til þriðju umræðu á þriðjudag.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert