Öllum starfsmönnum sagt upp

Allir starfsmenn TH á Ísafirði misstu vinnuna í dag.
Allir starfsmenn TH á Ísafirði misstu vinnuna í dag. Brynjar Gauti

Öllum starfsmönnum TH-trésmiðju á Ísafirði var sagt upp í dag. Þar unnu þrjátíu manns í tveimur verksmiðjum, á Ísafirði og Akranesi.

„Verkefnin hafa smátt og smátt verið að þurrkast upp, þessi innréttingabransi er ekki svipur hjá sjón. Það hafði ekki fallið út dagur hjá okkur þangað til í ágúst og síðan þá höfum við keyrt á hálfum afköstum og nú er lítið framundan. Tíminn verður að leiða í ljós hvort einhverjir verði ráðnir aftur. Það er verið að spá í ástand og horfur,“ segir Steinþór Bjarni Kristjánsson, framkvæmdastjóri og eigandi TH.

Þá hefur um sjötíu manns í heild verið sagt upp í tveimur hópuppsögnum í nóvember. Hjá TH-trésmiðju og í tengslum við sameiningu Byrs og Íslandsbanka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert