Ráðherranefnd, sem skipuð var til að fjalla um breytingar á kvótafrumvarpinu, hefur átt tvo fundi, annan með sjávarútvegsráðherra og hinn með embættismönnum sjávarútvegsráðuneytisins.
Þetta kom fram hjá Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í dag þegar hún svaraði fyrirspurn frá Ólöfu Nordal, þingmanni Sjálfstæðisflokks.
„Það eru engin leyndarmál á ferðinni,“ sagði Jóhanna þegar Ólöf spurði hvort erindisbréf ráðherranefndarinnar yrði birt.