Þiggur ekki heimboð forseta

Álfheiður Ingadóttir (t.h.) ætlar ekki að mæta til forseta.
Álfheiður Ingadóttir (t.h.) ætlar ekki að mæta til forseta. mbl.is/Skapti

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, býður að venju þingmönnum á Bessastaði í tilefni fullveldisdagsins, 1. desember. Allmargir liðsmenn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hyggjast ekki mæta.

Meðal þeirra er Álfheiður Ingadóttir, VG, en Álfheiður hefur gagnrýnt forsetann harkalega. „Ég vil bara halda upp á fullveldisdaginn með öðrum og meira viðeigandi hætti en að þiggja heimboð frá Ólafi Ragnari,“ segir Álfheiður. „Ég ætla að vera fyrir norðan að hlusta á erindi um stjórnarskrána.“

Samfylkingarþingmaðurinn Valgerður Bjarnadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. „Háskólarnir hafa verið með málþing um fjóra þætti úr stjórnlagaráðstillögunum og það verða flutt erindi um þessi efni á Akureyri 1. desember,“ segir Valgerður. „Við vorum öll nema einn nefndarmaður sammála um að það væri gaman að taka þátt í þessu, við ætlum líka að hitta og spjalla við fólk á Akureyri. Ætlunin var að hafa þetta formlegan fund en það var gagnrýnt þannig að við köllum þetta bara heimsókn.

Við komum heim með vél sem lendir kl. 17:55 og boðið hjá forsetanum er 18:30 þannig að við náum því. Og ég ætla í boðið!“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert