644 stefnt vegna sjúklingagjalda

Í lok októ­ber 2011 hafði lög­manns­stof­an sem sér um inn­heimtu krafna Land­spít­al­ans hjá þeim sem búa á Íslandi stefnt 644 ein­stak­ling­um fyr­ir héraðsdóm vegna krafna frá 2007–2010. Lág­marks­fjár­hæð kröfu til að lög­manns­stof­an stefni viðkom­andi er 50.000 kr.

Þetta kem­ur fram í svari vel­ferðarráðherra við fyr­ir­spurn frá Birgittu Jóns­dótt­ur, þing­manni Hreyf­ing­ar­inn­ar, um kostnað sjúk­linga við heil­brigðisþjón­ustu og inn­heimtu.

Í svar­inu kem­ur fram að sjúk­ling­um hafi aldrei verið neitað um heil­brigðisþjón­ustu vegna skulda. Al­menna regl­an sé sjúk­ling­ar greiði eft­ir á og þeir sem ekki geti greitt á staðnum sé send­ur gíró­seðill. Dæmi er um að sjúk­ling­ar á skurðdeild hafi verið látn­ir greiða fyr­ir fram þar sem þeir eru oft­ast und­ir áhrif­um svæf­ing­ar- eða deyfi­lyfja í nokk­urn tíma eft­ir aðgerð.

Land­spít­al­inn sendi í inn­heimtu kröf­ur á ár­un­um 2007-2010 sem sam­tals námu um 108 millj­ón­um. Upp­hæðin var 20 millj­ón­ir árið 2007, 17 millj­ón­ir árið 2008, 38,4 millj­ón­ir árið 2009 og 32,5 millj­ón­ir árið 2010.

Birgitta spurði um af­stöðu ráðuneyt­is­ins til inn­heimtu vegna skulda í heil­brigðisþjón­ust­unni.  „Lýsa má af­stöðu gamla heil­brigðisráðuneyt­is­ins, nú vel­ferðarráðuneyt­is­ins, þannig að op­in­ber­ar heil­brigðis­stofn­an­ir eigi ekki að neita sjúkra­tryggðum um heil­brigðisþjón­ustu, þótt þeir geti ekki greitt hana þegar hún er veitt, og að ekki eigi að ganga hart fram við inn­heimtu skulda vegna heil­brigðisþjón­ustu gagn­vart þeim sem eru illa sett­ir fjár­hags­lega,“ seg­ir í svar­inu.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert