Fréttavefurinn Eyjan segist hafa traustar heimildir fyrir því að Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sé á meðal ráðherra sem munu hverfa úr ríkisstjórn.
Á Eyjunni segir að meðal forystumanna ríkisstjórnarflokkanna sé nú rætt um að fækka ráðherrum um tvo um leið og tilkynnt verði um brottför Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, úr ríkisstjórn.
Fram kemur að Árni Páll muni hverfa úr ríkisstjórn og að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra muni bæta ráðuneyti Árna Páls við sig.
Eyjan segist hafa þetta eftir traustum heimildum innan þingflokka beggja stjórnarflokka.
Tekið skal fram að mbl.is hefur ekki fengið þetta staðfest.