Tugir stóreignamanna hafa flutt lögheimili sitt frá Íslandi og til annarra landa vegna svonefnds auðlegðarskatts.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er þar fyrst og fremst um að ræða einstaklinga sem standa það vel að vígi að þeir sjá fram á að greiða jafnvel tugi milljóna króna í auðlegðarskatt á ári.
Samkvæmt lögum er lagður 1,5% auðlegðarskattur á hreina eign einstaklinga umfram 75 milljónir en gert er ráð fyrir því samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra um aðgerðir í ríkisfjármálum að skatturinn verði áfram í gildi allt til ársins 2015, að því er fram kemur í fréttaskýringu um landflótta íslenskra auðmanna í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.