Auðmenn flýja auðlegðarskattinn

Auðmenn flýja auðlegðarskattinn.
Auðmenn flýja auðlegðarskattinn. mbl.is/Eggert

Tug­ir stór­eigna­manna hafa flutt lög­heim­ili sitt frá Íslandi og til annarra landa vegna svo­nefnds auðlegðarskatts.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins er þar fyrst og fremst um að ræða ein­stak­linga sem standa það vel að vígi að þeir sjá fram á að greiða jafn­vel tugi millj­óna króna í auðlegðarskatt á ári.

Sam­kvæmt lög­um er lagður 1,5% auðlegðarskatt­ur á hreina eign ein­stak­linga um­fram 75 millj­ón­ir en gert er ráð fyr­ir því sam­kvæmt frum­varpi fjár­málaráðherra um aðgerðir í rík­is­fjár­mál­um að skatt­ur­inn verði áfram í gildi allt til árs­ins 2015, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um land­flótta ís­lenskra auðmanna í viðskipta­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert