Borgin breytir loks merkingum

Líklega hefði verið þægilegra að setja niður umferðareyjar og fleira …
Líklega hefði verið þægilegra að setja niður umferðareyjar og fleira í sumar, þegar þessi mynd var tekin mbl.is/Júlíus

Deilu milli lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu og Reykja­vík­ur­borg­ar um merk­ing­ar á Suður­götu virðist loks vera að ljúka með því að borg­in hef­ur fall­ist á að af­marka hjól­reiðastíg­inn á göt­unni mun bet­ur en áður. At­huga­semd­ir lög­reglu lutu að merk­ing­un­um en ekki að því að Suður­gata væri ein­stefnu­gata.

Kristján Ólaf­ur Guðna­son, yf­ir­maður um­ferðardeild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir að lög­regla fagni þess­um breyt­ing­um sem snúi að þeim at­huga­semd­um sem lög­regla gerði og lutu all­ar að um­ferðarmerk­ing­um. Beðið sé eft­ir form­legri til­lögu frá borg­inni.

Tæp­lega ár liðið frá synj­un

Deila lög­reglu og Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur staðið yfir í tæp­lega eitt ár, eða frá því að lög­regla synjaði borg­inni um staðfest­ingu á breyt­ingu Suður­götu yfir í ein­stefnu­götu. Göt­unni var breytt í sept­em­ber 2010 en synj­un­in er dag­sett í byrj­un janú­ar 2011. 

Lög­regla gerði ekki at­huga­semd­ir við að göt­unni yrði breytt í ein­stefnu eða að þar yrði hjóla­stíg­ur held­ur lutu at­huga­semd­irn­ar að því að lög­regla taldi að hjóla­stíg­ur­inn væri ekki nægi­lega vel af­markaður og merk­ing­ar væru vill­andi. Sök­um þess að lög­regla staðfesti ekki breyt­ing­una hef­ur alla tíð verið refsi­laust að aka gegn ein­stefnu­merkj­un­um á Suður­götu, þ.e. öku­menn sem staðnir hefðu verið að akstri gegn merkj­un­um hefðu ekki verið sektaðir. 

Hægt að klára fljót­lega ef ekki kafsnjó­ar

Í dag sendi Reykja­vík­ur­borg frá sér til­kynn­ingu und­ir fyr­ir­sögn­inni „Suður­gata áfram ein­stefnu­gata.“ Þar kom fram að sam­komu­lag hefði náðst við lög­reglu um lokafram­kvæmd­ir vegna ein­stefnu við Suður­götu. Áfram yrði hjóla­stíg­ur á göt­unni. Ákveðið hefði verið að koma um­ferðareyj­um fyr­ir á Suður­götu, við Kirkju­g­arðsstíg ann­ars veg­ar og Skot­hús­veg hins veg­ar og bætt úr merk­ing­um. Hjól­reiðastígs­skilti verður sett við gang­stétt­ina og annað um að innakst­ur sé bannaður á göt­una við Skot­hús­veg. Í til­kynn­ing­unni seg­ir að fram­kvæmd­um verði hraðað eins og kost­ur er.

Örn Sig­urðsson, starf­andi sviðsstjóri á um­hverf­is- og sam­göngu­sviði, seg­ir að sam­komu­lagið hafi náðst á fundi með lög­reglu í vik­unni. Í gær eða snemma í morg­un hefði borg­in sent lög­reglu upp­lýs­ing­ar um fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar en ekki hefði borist staðfest­ing á því að lög­regla hefði fall­ist á þær. Hann á þó ekki von á öðru enda væru þær í sam­ræmi við sam­komu­lag sem náðst hefði á fund­in­um.

Örn seg­ir að á meðan ekki kafsnjói eigi að vera hægt að byrja á breyt­ing­un­um fljót­lega og ljúka þeim inn­an tíðar. 

Skilti af­marka hjól­reiðastíg bet­ur frá ak­braut

Það hef­ur legið fyr­ir frá því í janú­ar að lög­regla tel­ur merk­ing­arn­ar ófull­nægj­andi. Hvað verður til þess að ákveðið er að gera þess­ar breyt­ing­ar núna?

Örn seg­ir að borg­in hafi sent lög­reglu er­indi í mars um hvernig mætti bæta merk­ing­ar á Suður­götu en lög­regla taldi þær ekki full­nægj­andi. Breyt­ing­in nú, miðað við til­lög­urn­ar í mars, væri sú að sett yrðu upp skilti sem af­mörkuðu hjól­reiðastíg­inn bet­ur og sýndu bet­ur að um ein­stefnu­götu væri að ræða. Skilti á mót­um Skot­hús­veg­ar og Suður­götu myndi skipta göt­unni á milli hjól­reiðamanna og bílaum­ferðar. Í til­lög­un­um í mars hefði ein­göngu verið gert ráð fyr­ir yf­ir­borðsmerk­ing­um en lög­reglu­stjóra hefði ekki fund­ist það full­nægj­andi. 

„Málið var í ein­hverj­um smá­hnút. Menn voru að kasta þessu eitt­hvað á milli sín. En það þurfti ekki meira en klukku­tíma til að leysa þetta,“ seg­ir Örn.

Hér fyr­ir neðan má lesa þær at­huga­semd­ir sem lög­regla gerði við breyt­ing­una í janú­ar sl. ásamt mynd­um af vett­vangi. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert