Eiga að virða niðurstöður dómstóla

Samtök iðnaðarins
Samtök iðnaðarins

Sam­tök iðnaðar­ins krefjast þess að fyr­ir­tæki á fjár­mála­markaði virði niður­stöður dóm­stóla og leiðrétti þegar í stað þúsund­ir ólög­legra lána­samn­inga. Seg­ir frá þessu á vefsíðu Sam­taka iðnaðar­ins í kjöl­farið á niður­stöðu dóms Héraðsdóms Reykja­vík­ur í dag um  að fjár­mögn­un­ar­leigu­samn­ing­ar Lýs­ing­ar væru í raun lána­samn­ing­ar og því væri geng­is­trygg­ing þeirra ólög­leg. Þetta er þriðji sam­hljóða dóm­ur­inn um ólög­mæti lána­samn­inga í er­lendri mynt, dul­bú­inna sem leigu­samn­inga.

„Þessi dóm­ur kem­ur okk­ur hjá Sam­tök­um iðnaðar­ins ekki á óvart. Þetta er þriðji sam­hljóða dóm­ur­inn sem kveðinn hef­ur verið upp gagn­vart kaup- og fjár­mögn­un­ar­leigu­samn­ing­um. Í öll­um til­vik­um hafa dóm­stól­ar kom­ist að þeirri niður­stöðu að þess­ir leigu­samn­ing­ar hafi í raun verið dul­bún­ir lána­samn­ing­ar í er­lendri mynt og því dæmd­ir ólög­leg­ir. Kaup­leigu­fyr­ir­tækj­un­um ber því að end­ur­reikna þá án frek­ari tafa. Eng­in ný rök, gögn eða máls­ástæður voru lögð fram í þessu síðasta dóms­máli sem eitt og sér ber með sér að það sé ein­ung­is til þess fallið að tefja rétt­mæt­ar leiðrétt­ing­ar“ seg­ir Árni Jó­hanns­son for­stöðumaður mann­virkja­sviðs SI. „Dóm­ur­inn hef­ur áhrif á viðgang 2.500 fyr­ir­tækja í alls kyns at­vinnu­grein­um. Samn­ing­ar af þessu tagi er al­geng­ir í land­búnaði, fisk­vinnslu, fram­leiðsluiðnaði, verk­töku og svo má lengi telja.“ seg­ir Árni.

Talið er að fjár­mögn­un­ar­leig­ur hafi gert ólög­lega lána­samn­inga við 2.500 fyr­ir­tæki. Heild­ar­samn­ings­fjár­hæð er óþekkt en leiðrétt­ing­ar í kjöl­far þess­ara dóms­mála hlaupa engu að síður á millj­örðum króna. Alls er talið að dóm­ur­inn í dag og fyrri sam­hljóða dóm­ar taki til 10 til 15 þúsund samn­inga sem nú hafa verið dæmd­ir ólög­leg­ir. Við mál­flutn­ing í héraði kom Lýs­ing ekki með nein ný rök eða máls­ástæður um­fram það sem þegar hef­ur komið fram í fyrri dóms­mál­um, sem styður grun margra að til­gang­ur mála­ferl­anna sé einkum að draga upp­gjör og leiðrétt­ing­ar við viðskipta­vini á lang­inn.

Sam­tök iðnaðar­ins hafa vakið at­hygli Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á al­var­leika máls­ins og þeirri hegðun Lýs­ing­ar og Lands­bank­ans að þverskall­ast við að leiðrétta samn­ing­ana þrátt fyr­ir niður­stöður dóms­stóla. Að gengn­um þess­um síðasta dómi hlýt­ur FME að taka til sinna ráða nema fjár­mögn­un­ar­leig­urn­ar hefj­ist þegar í stað handa við að leiðrétta samn­inga sína.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka