Jón njóti sannmælis

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. mbl.is/Eggert

„Lát­um menn njóta sann­mæl­is. Líka Jón Bjarna­son,“ seg­ir Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra í pistli sem hann birt­ir á bloggsíðu sinni. Hann fjall­ar þar um forsíðufrétt í Frétta­blaðinu í dag þar sem fram kem­ur að Jón hafi samþykkt 600 millj­óna styrk­veit­ingu frá ESB með því að styðja fjár­lög­in.

„Ein­hverj­ir les­end­ur kynnu að ætla að til­gang­ur frétt­ar­inn­ar sé að upp­lýsa um af­stöðu ráðherr­ans til Evr­ópu­sam­bands­ins og styrkja þaðan komna, eða hvað? Lík­legra þykir mér að ein­hverj­ir „vin­ir" Jóns Bjarna­son­ar hafi komið á fram­færi við fjöl­miðla þeim upp­lýs­ing­um að ósam­ræm­is gæti í mál­flutn­ingi hans ann­ars veg­ar og gjörðum hans hins veg­ar,“ skrif­ar Ögmund­ur.

Hann seg­ir rétt að Jón hafi, eins og aðrir ráðherr­ar, stutt fjár­lög­in. „Það breyt­ir því ekki að eng­inn maður hef­ur beitt sér af meira afli og meiri innri sann­fær­ingu en ein­mitt hann gegn styrk­veit­ing­um frá ESB. Það á við um mál­flutn­ing hans í þing­flokki VG og í öðrum stofn­un­um flokks­ins, á fund­um rík­is­stjórn­ar og hvað varðar stofn­an­ir sem und­ir hans ráðuneyti heyra. Á milli orða og at­hafna hef­ur verið fullt sam­ræmi - meira að segja svo mjög að mörg­um hef­ur þótt nóg um,“ skrif­ar Ögmund­ur.

„Í frá­sögn af at­kvæðagreiðslu um fjár­lög þótti hins veg­ar greini­lega vera færi að veikja Jón Bjarna­son, grafa und­an trú­verðug­leika hans.

Ég skrifa þenn­an litla pist­il til að segja eft­ir­far­andi: Lát­um menn njóta sann­mæl­is. Líka Jón Bjarna­son!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert