Misjöfn afkoma stjórnmálaflokka

Afkoma stjórnmálaflokkanna er mjög misjöfn.
Afkoma stjórnmálaflokkanna er mjög misjöfn. Kristinn Ingvarsson

Tap á rekstri Sjálf­stæðis­flokks­ins í fyrra nam 110,5 millj­ón­um króna, sam­kvæmt út­drætti úr sam­stæðureikn­ingi sem birt­ur er á vef Rík­is­end­ur­skoðunar. Tap á rekstri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í fyrra nam 6,8 millj­ón­um sam­kvæmt sam­stöðureikn­ingi. VG var rekið með 14,3 millj­óna hagnaði í fyrra.

Rík­is­end­ur­skoðun birt­ir á síðu sinni út­drátt úr árs­reikn­ing­um stjórn­mála­flokka og nokk­urra staðbund­inna fram­boða fyr­ir árið 2010. Meðal ann­ars eru birt nöfn allra lögaðila sem hafa styrkt flokk­ana með fjár­fram­lög­um.

Tekj­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins í fyrra voru 250,7 millj­ón­ir og höfðu lækkað frá ár­inu áður þegar þær voru nærri 306 millj­ón­ir. Mestu munaði um lækk­un rík­is­fram­laga á milli ára en þau lækkuðu úr 158,7 millj­ón­um árið 2009 í 98,9 millj­ón­ir í fyrra.

Tekj­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í fyrra voru 174,2 millj­ón­ir en 173,8 millj­ón­ir ár­inu áður. Rík­is­fram­lög til flokks­ins hækkuðu lít­il­lega á milli ára og voru 117,9 millj­ón­ir í fyrra en 115,5 millj­ón­ir ár­inu áður.

Tekj­ur Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs (VG) voru sam­tals 124,2 millj­ón­ir í fyrra og höfðu hækkað úr 101,5 millj­ón­um árið 2009. Rík­is­fram­lög til flokks­ins í fyrra voru 85,7 millj­ón­ir en voru 64,2 millj­ón­ir árið 2009.

Rík­is­end­ur­skoðun ger­ir þá at­huga­semd að inn­byrðis viðskipti á milli aðal­stjórn­ar og aðild­ar­fé­laga VG hafi ekki verið jöfnuð út. Því séu tekj­ur
og gjöld til­greind hærri í árs­reikn­ingn­um en ella.

Hagnaður var af rekstri þing­hóps Hreyf­ing­ar­inn­ar í fyrra upp á 1,8 millj­ón­ir en hagnaður­inn nam 570 þúsund krón­um árið 2009.

Einu tekj­ur Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar í fyrra voru rík­is­fram­lög og námu þau alls 24,9 millj­ón­ir. Tekj­ur Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar 2009 voru 1,7 millj­ón­ir. Hagnaður var af rekstri flokks­ins upp á 11,2 millj­ón­ir í fyrra en tap var af rekstr­in­um 2009 upp á 6,7 millj­ón­ir. 

Skuld­ir og eigið fé Sjálf­stæðis­flokks­ins voru 682,3 millj­ón­ir í fyrra en 704,4 millj­ón­ir árið 2009. Skuld­ir og eigið fé Sam­fylk­ing­ar­inn­ar voru 133,1 millj­ón í fyrra en 136,8 millj­ón­ir árið 2009. Skuld­ir og eigið fé VG voru 64,3 millj­ón­ir í fyrra en 70,2 millj­ón­ir árið 2009.

Eigið fé þing­hóps Hreyf­ing­ar­inn­ar nam 2,1 millj­ón í árs­lok 2010 og skuld­ir og eigið fé voru 2,4 millj­ón­ir en höfðu verið 500 þúsund í árs­lok 2009. Skuld­ir og eigið fé Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar nam 4,7 millj­ón­um í árs­lok 2010 en var tæp­ar 19 þúsund krón­ur í árs­lok 2009.

Tekj­ur Besta flokks­ins voru 7,9 millj­ón­ir í fyrra og munaði mest um fram­lag Reykja­vík­ur­borg­ar upp á rúm­ar sex millj­ón­ir króna. Rekstr­ar­gjöld flokks­ins voru 10,9 millj­ón­ir og því tap upp á tæp­lega 3,1 millj­ón króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert