Sálrænn stuðningur mikilvægur

Lögreglumenn telja mikilvægt að eiga aðgang að sálrænum stuðningi.
Lögreglumenn telja mikilvægt að eiga aðgang að sálrænum stuðningi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mikill meirihluti lögreglumanna, eða 90,6% þeirra sem tóku þátt í nýlegri könnun, telur mikilvægt að eiga aðgang að virku sálrænu stuðningskerfi fyrir lögreglumenn. Aðeins 9,4% þátttakenda voru á annarri skoðun. Þetta kom fram könnun sem gerð var á meðal 287 lögreglumanna fyrr á þessu ári.

Tinna Jóhönnudóttir sálfræðinemi vann könnun á félagastuðningi og streitu meðal lögreglumanna sem hluta af BS verkefni sínu við Háskóla Íslands. Athygli vekur að lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu fundu fremur til streitu en starfsfélagar þeirra á landsbyggðinni.

Á árinu 2009 var lokið við að innleiða skipulegan félagastuðning (peer support) innan lögreglunnar. Um þróunarverkefni er að ræða sem mun taka tíma að verða hluti af verklagi og menningu lögreglunnar. Þegar félagastuðningur var skipulagður voru lögð fram áform um að mæla streitu meðal lögreglumanna reglulega.

Fyrsta streitumælingin var birt í nóvember 2008 og gáfu niðurstöður hennar mikilvæg viðmið um mögulegan fjölda einstaklinga sem eiga við vanda að stríða innan lögreglunnar. Hins vegar höfðu þjóðfélagsaðstæður breyst mikið frá því að gögnum var safnað þar til skýrslan var birt, eftir bankahrunið í október 2008. Þetta kallaði á að gerð yrði önnur könnun fyrr en síðar.

Þátttakendur voru 287 lögreglumenn á öllu landinu og svöruðu þeir spurningalistunum í vinnutíma sínum í mars og apríl 2011,“ segir í frétt lögreglunnar af könnuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert