Segir fjórflokkinn sjá um sína

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður.
Lilja Mósesdóttir, alþingismaður. mbl.is/Ómar

„Ný framboð geta ekki keppt við flokka sem fá allt upp í 120 milljónir frá opinberum aðilum þegar þeim er gert að fjármagna kosningabaráttu sína á eigin kostnað,“ segir Lilja Mósesdóttir alþingismaður á Facebook-síðu sinni í dag og bætir síðan við að fjórflokkurinn sjái um sína.

Lilja gekk sem kunnugt er úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði á landsfundi flokksins í haust ásamt Atla Gíslasyni alþingismanni, en áður höfðu þau sagt sig úr þingflokki VG fyrr á þessu ári.

Lilja hefur síðan gert því skóna að hún kunni að beita sér fyrir stofnun nýs stjórnmálaflokks.

Facebook-síða Lilju Mósesdóttur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert