Tafir hafa verið á umferð á höfuðborgarsvæðinu í morgun vegna ofankomu og versnandi færðar. Ekki hafa orðið áberandi mörg umferðaróhöpp. Árekstur.is hafði fengið fimm beiðnir um aðstoð vegna umferðaróhappa í morgun.
Birgir Hilmarsson, starfsmaður Áreksturs, sagði að m.a. hefði einn ökumaður ekið á staur í Hafnarfirði í hálkunni. Hann skýrði fæð óhappa, þrátt fyrir ófærð. þannig að fólk færi oft varlega í fyrstu snjóum vetrarins. Oft yrði meira að gera þegar á liði og ökumenn teldu sig ráða vel við snjóinn.