Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ítrekar fyrri viðvaranir varðandi tilraunir til fjársvika þar sem erlendir aðilar reyna með margvíslegum hætti að blekkja fólk hér á landi í því skyni að hafa af því fé.
Fram kemur í tilkynningu að reglulega berist lögreglu kærur þar sem óprúttnum aðilum hafi tekist að fá fólk til þess að senda peninga á milli landa á grundvelli ýmissa viðskipta sem síðan reynist blekking ein. Það sem þessi atvik eigi sameiginlegt í flestum tilvikum sé að óskað sé eftir því að peningarnir séu sendir milli landa í gegnum Western Union, MoneyGram eða sambærileg peningaflutningafyrirtæki. Sjaldnast sé beðið um venjulegar bankamillifærslu SWIFT eins og tryggast sé að haga slíkum peningaflutningi.
Þau tilvik sem algengast er að berist á borð lögreglu eru eftirfarandi;
„Þá hafa lögreglu borist ábendingar frá erlendum lögregluliðum um vaxandi fjölda fjársvika í Vestur-Evrópu sem kölluð eru „Spanish Lottery Fraud“ en þau ganga út á það að fólk fær send bréf frá Spáni með tilkynningu um að það hafi unnið í happdrætti og gefin eru upp símanúmer og tölvupóstföng til þess að nálgast vinninginn. Eru þetta svik náskyld þeim svikum sem kölluð hafa verið „Nígeríusvindl“ hér á landi. Er fólki eindregið ráðið frá því að svara slíkum tilkynningum og alls ekki að freista þess að senda peninga á milli landa í því skyni að liðka fyrir að fá slíkan „vinning“ greiddan út,“ segir lögreglan.