Er ekki fyrir leikmann í pólitík að skilja stöðuna

Páll Winkel.
Páll Winkel.

Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, kveðst ekki skilja hvernig það geti verið „hápólitískt mál“ að Fangelsismálastofnun stefni að því að reisa fangelsi með rými fyrir 56 fanga á Hólmsheiði en vilji ekki reisa þar minna og óhagkvæmara fangelsi.

Ástæðan fyrir því að miðað sé við rými fyrir 56 fanga sé sú að það sé sú stærð sem reka megi með sama starfsmannafjölda og starfi nú í Hegningarhúsinu og í Kópavogsfangelsinu eða um 20 manns. Í þessum fangelsum er pláss fyrir 25 fanga. Ef fangelsið yrði minnkað, t.d. í 42 pláss, þyrfti sama starfsmannafjölda og fangelsið rúmaði 56 fanga.

Í fréttum RÚV í gærmorgun sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, að bygging nýs fangelsis væri hápólitískt mál og umræða um málið hefði ekki farið fram á hinum pólitíska vettvangi. Áður hafði hún sagt að fjárframlög til fangelsisins yrðu samþykkt með þeim fyrirvara að reist yrði minna fangelsi.

Frá því í desember 2010 hefur legið fyrir opinberlega að 56 pláss yrðu á Hólmsheiði. Áður var rætt um enn stærra fangelsi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert